Landakotskirkja, Dómkirkja Kaþólskra manna á Íslandi, vígð árið 1929, Gróttuviti í bakgrunni.

Kærleikur og trú

Nú er að að ganga í garð ein stærsta hátíð kristinnar trúar Páskarnir. Á Íslandi tilheyrir tveir þriðju þjóðarinnar Lútersku Þjóðkirkjunni samkvæmt Vísindavef Háskóla Íslands, eða 67% þjóðarinnar. Kaþólska kirkjan er næst stærst, en henni tilheyra 3,85% landsmanna. Síðan koma Fríkirkjunar í Hafnarfirði og Reykjavík, sem byggja á Lúterskum sið. Í fimmta sæti er Ásatrúarfélagið, og er það því stærsta ekki kristnu trúarbrögðin á Íslandi, en 1,18% landsmanna eru Ásatrúar. Múslimar og þeir sem trúa á Búdda eru akkúrat jafn margir, þeim trúarbrögðum fylgja 0,32% íslendinga, síðan kemur Rússneska rétttrúnaðarkirkjan með sína 662 einstaklinga eða 0,19% landsmanna, 32 einstaklingum fleiri en eru Votta Jehóva. Það eru ekki margir gyðingar á Íslandi, og er Reykjavík eina höfuðborgin í Evrópu, sem gyðingar hafa ekki bænastað, en það stendur til bóta.

Dómkirkjan í Reykjavík frá 1796

Reykjavík 13/11/2021   09:48 11:14 : A7RIV : FE 200-600 G
Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0