Kalt & bjart framundan

Það er mjög öflug hæð sem nú er staðsett yfir Grænlandsjökli, og beinir ísköldu heimskautalofti hingað til Íslands. Veðurfræðingur sagði í fréttum RÚV í morgun að þessi lægð væri það öflug að það yrði frost, mikið frost en bjart fram á næsta ár. Næstu þrjár vikurnar. Síðan hef ég gert óformlega könnun meðal vina og fjölskyldu, hvorn kostinn þeir velja, bjartviðri og frost, eða hlýindi og rigningu, sem fylgir sunnanáttinni. Allir sem einn, vilja bjart og kalt, fremur en bleytu og dimmviðri, en á þessum árstíma er dimmt allan daginn ef það er alskýjað. Auðvitað hefur það mikið að segja, að hér eru góð híbýli, og ódýrt að kynda miðað við önnur lönd álfunnar. Hér eru nokkrar nýlegar myndir frá þessu bjarta skammdegi.

Esjan, fjall okkar Reykvíkinga sem skýlir okkur fyrir norðanáttinni
Nesstofa á Seltjarnesi, Keilir í bakgrunni
Álftir á Reykjavíkurtjörn
Fríkirkjuvegur, og horft að Lækjargötu, Fríkirkjan fremst til vinstri

Reykjavík 09/12/2022 : A7R III : FE 2.8/100mm GM
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

 

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0