Ísland ásamt eyjunni Jövu í Indónesíu og Kamtsjatka skaganum austast í Rússlandi eru virkustu eldfjallasvæði heimsins. Við erum að tala um tvær ólíkar eyjar, og skaga sem er bæði á stærð við Stóra-Bretland, og á sömu breiddargráðu, bara 11 tímum austar. Það er mun kaldara á
Kamtsjatka skaganum en á Íslandi sem liggur þó mun norðar, þökk sé golfstraumnum. Kamtsjatka er 2.7 sinnum stærri en Ísland, og búa þar 320 þúsund manns, þar af rúmlega helmingurinn í höfuðborginni Petropavlovsk- Kamtsjatskíj, syðst á skaganum. Á hvern ferkílómeter væru íbúar Íslands í dag, 148 þúsund miðað við íbúafjöldan á Kamtsjatka. Aftur á móti ef sami íbúafjöldin á ferkílómeter væri hér og á Jövu, værum við íslendingar 121 milljónir, þá næst fjölmennesta ríki Evrópu á eftir Rússlandi. Á Jövu, hálendri frjósamri eldfjallaeyju, rétt sunnan við miðbaug, búa í dag rétt rúmar 160 milljónir, 60 % íbúa fjölmennasta múslimaríkis í veröldinni, og á aðeins 8% af Indónesísku landi. Eldfjöllin skapa bæði eyðileggingu og hættu, en líka frjósaman jarðveg sem brauðfæðir tugi milljóna javabúa. Það eru nokkuð stór eldgos í gangi bæði á Jövu í eldfjallinu Semurle, og í Shiveluch á Kamtsjatka. Hér heima er eldgosahrina á Reykjanesi, og eitthvað stórt er í gangni undir kröftugasta eldfjalli landsins Bárðarbungu, en þar er kvika á hreyfingu, og búið að lýsa yfir hættuástandi á svæðinu, af Ríkislögreglustjóra.
Ísland 14/01/2025 : A7C R, A7CR III, M6 – FE 1.8/135mm GM, FE 2.8/100mm GM, 1.4/50mm
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson