Lambakjöt og ullin hefur haldið lífi í okkur íslendingum í næstum tólf aldir. En það eru stórar breytingar í íslensku samfélagi og neysluvenjum. Í tæp tólf hundruð ár var lambakjötið í lang fyrsta sæti yfir kjötmeti sem við neytum. Fyrir fjórum árum fór kjúklingurinn fram úr, komst í fyrsta sætið. Ári seinna, fór svínið í annað sætið. Lambakjötið er sem sagt komið í þriðja sætið. Samkvæmt tölum sem Bændablaðið var að birta hallar enn á sauðfjárbændur. Í ár voru 404 þúsund lömbum slátrað, fækkun um 150 þúsund lömb á aðeins sex árum, og þrettán þúsund frá því fyrra. Meðalþyngdin hefur þó aukist um kíló, úr sextán í rúmlega sautján kíló á dilk. Það eru bara átta sláturhús starfrækt á Íslandi, sex lang stærst, minnsta af þessum stóru er Fjallalamb á Kópaskeri, þau stærstu eru SS á Hvolsvelli, KS á Sauðárkróki, KVH á Hvammstanga og Norðlenska á Húsavík.
Ísland 11/11/2024 : RX1R II, A7R IV & CW503 – 2.0/35mm Z, FE 1.2/50mm GM + Zeiss
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson