Kirkjur á Reykjanesi

Íslendingar taka kristna trú á Alþingi á Þingvöllum árið þúsund. Eftir 550 ár, árið 1550 tökum við upp Lútherska sið, en Kristján III konur Danmerkur kom þeim siði að í Danmörku, Færeyjum og Noregi árið 1536. Eignir kirkjunnar færðust við siðaskiptin til konungs. Nú 475 árum síðar er Lútherskan lang stærsta kirkjudeild á Íslandi. Í dag eru vel yfir þrjúhundruð Lútherskar kirkjur hringinn í kringum landið. Hvert þorp, hver hreppur, og síðan bæir og borg, hafa sína kirkju. Þær eru ólíkar, en gefa góða innsýn í söguna, og byggingarsögu landsins. Hér eru nokkrar kirkjur á Reykjanesi, en á þessu nesi, á sunnan og vestanverðu Íslandi búa rétt rúmlega þrjátíu þúsund manns, rétt rúmlega 7% landsmanna. 

Hvalneskirkja á Miðnesi, rétt sunnan við Sandgerði, og byggð af Magnúsi Magnússyni steinsmið, sem vann við að byggja Alþingishúsið, kirkjan er vígð 1887
Útskálakirkja í Garði, vígð árið 1863, yfirsmiður var Einar Jónsson
Innri-Njarðvíkurkirkja er vígð árið 1886 og hönnuð af Magnúsi Magnússyni steinsmið
Knarrarneskirkja vígð árið 2021, og byggð í 19. aldar stíl eftir teikningum Óla Jóhanns Ásmundssonar arkitekts
Sandgerðiskirkja vígð árið 1998 hönnuð af Magnúsi Ólafssyni arkitekt
Rögnvaldur Ólafsson teiknaði Keflavíkurkirkju, sem var vígð árið 1915
Ytri-Njarðvíkurkirkja vígð árið 1979 eftir arkitektanna Ormar Þór Guðmundsson og Örnólf Hall
Kálfatjarnarkirkja á Vatnsleysuströnd, var þegar hún var vígð árið 1893, ein stærsta kirkja landsins

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson
Reykjavík 05/04/2025 – A7R IV, A7C R  : FE 1.8/135mm GM, FE 2.4/40mm G, FE 1.4/24mm GM