Kvennakammerkórinn IMPRA

heldur ókeypis tónleika í Sjóminjasafninu

IMPRA er nýr kvennakammerkór sem heldur tónleika á Sjóminjasafninu laugardaginn 27. október kl. 13. Á efnisskrá eru verk eftir Ásbjörgu Jónsdóttur, Birgit Djupedal, Carolyn Chen, Jody Diamond og Svanfríði Hlín Gunnarsdóttur auk íslenskra og norskra þjóðlaga.

IMPRA hefur það markmið að syngja ýmiskonar nýja tónlist í bland við þjóðlög frá ýmsum löndum. Kórinn var stofnaður haustið 2018 af þeim Ásbjörgu Jónsdóttur og Birgit Djupedal en þær hafa nýlokið meistaragráðu í tónsmíðum frá Listaháskóla Íslands. Þær eru jafnframt listrænir stjórnendur IMPRU en kórinn æfir undir handleiðslu Birgitar.

Allir velkomnir og aðgangur er ókeypis.

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0