Hveravellir

Land undir fót

Myndir, ljósmyndir er allt í einu orðin hversdagsvara. Það geta allir tekið myndir, enda flestir með þokkalega góða myndavél í vasanum, í símanum. Það hafa aldrei verið teknar fleiri myndir en á síðasta ári; fjölmargir milljarðar, af morgunmat, náttfötum, apaköttum og tánöglum. Líka af fallegum fjöllum, en fáar af stríði eða eldgosum. Þar er aðgangur takmarkaður. Þá er gripið til þess ráðs að búa til myndir með AI, eins og skáldsögur sem sem eru skrifaðar með gervigreind. Eru þær ekta? En hér fer Icelandic Times / Land & Saga með ykkur í ferðalag til sjö staða, sem kostaði bæði tíma og útsjónarsemi að fanga stemningu sem var. Því það er ekkert betra en leggja á sig ferðalag, leggja land undir fót og finna vindinn, heyra fuglahljóðið, eða öskrandi þögnina og fanga stemminguna með alvöru myndavél á staðnum. Þess vegna erum við til, þess vegna langar okkar að sjá nýja staði, upplifa lífið…. ekki bara á með AI fyrir framan tölvuskjá. Þess vegna eru miðlar eins og Icelandic Times / Land & Saga til. Til að miðla, fróðleik, upplýsingum sem eru ekta, eins og birtan var austur í Lónsöræfum. 

Rauðisandurr
Austur í Lóni
Hrafntinnusker
Tindfjallajökull
Á Kili
Þingvallavatn
Veiðivötn

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson
Ísland 31/03/2025 – A7R IV, A7R II  : FE 1.2/50mm GM, FE 1.4/85mm GM, FE 1.8/135mm GM, FE 2.8/100mm GM