Árið 1885 er fyrsti banki landsins, Landsbanki Íslands stofnaður, og hóf hann starfsemi ári seinna, árið 1886 í Bankastræti. Í ágúst 1899 flytur Landsbanki Íslands í núverandi húsnæði á horni Pósthússtrætis og Austurstrætis. Nú 124 árum seinna flytur Landsbankinn um 225 metra í nýjar höfuðstöðvar á horni Kalkofnsvegar og Geirsgötu, við Hörpu og Arnarhól. Á árunum 1927 til 1961 starfaði Landsbanki Íslands, sem seðlabanki, þangað til Seðlabanki Íslands var stofnaður 1961. Þann 7.október 2008 tekur Fjármálaeftirlitið yfir rekstur bankans þegar allir þrír stóru íslensku bankarnir fara í greiðsluþrot. Tveimur dögum síðan er Landsbankinn stofnaður, er hann að 98,2% í eigu íslenska ríkisins. Landsbankinn hagnaðist um 11,3 milljarða ISK á fyrstu nýju mánuðum 2022. Bankinn greiddi ríkissjóði samtals 20,5 milljarða í arð vegna ársins 2021. Bankastjóri Landsbankans er Lilja Björk Einarsdóttir.
04/01/2022 : A7C : FE 1.4/24mm GM
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson