Í Landnámu er sagt að Ísland, þegar búseta hefst rétt fyrir árið 900, hafi landið verið skógi vaxið frá fjalli niður í fjöru. Rétt og líka rangt. Stór hluti landsins er með nýtt eða nýlegt hraun, þar sem ekki vex annað en mosi. Eins eru nyrstu annnes landsins, eins og Melrakkasléttu of köld, hrjóstrug, fyrir samfellan skóg. En á Suðurlandsláglendinu, inn til fjarða bæði fyrir austan, norðan og vestan, voru góð skilyrði fyrir skóg að þrífast. Í dag eru stærstu samfelldu skógarnir í Hallormsstað í Fljótsdal, sétt sunnan við Egilsstaðil, og í Vaglaskógi í Fnjóskadal, austan við Akureyri. Báðir þessir skógar, voru keyptir af ríkinu, með tilstuðlan dana árið 1898, til að friða síðustu stóru skóga landsins, sem voru fyrst og fremst með birki. Á síðustu árum hefur flóran aukist, en um 90% þeirra trjátegunda sem notar hafa verið í skógrækt á Íslandi síðustu áratugi eru, rússalerki, sitkagreni, stafafura, alaskaösp og auðvitað íslenskt birki. Sumir, vilja halda því fram að Reykjavík sé stærsti skógur landsins, með flest tré… en auðvitað er Reykjavík ekki skógur, en tré vaxa og dafna vel í görðum höfuðborgarinnar.







Reykjavík 07/05/2025 – A7R III, A7R IV, RX1R II : 2.0/35mm Z, FE 2.8/90mm G, FE 2.8/100mm GM, FE 1.4/50mm GM