Hann kemur frá New York City ferðamaðurinn Byron, sem er hér að taka sjálfu með Hallgrímskirkju og Leif Eiríksson í bakgrunni. Hallgrímskirkja er stærsta kirkja landsins, og var teiknuð af Guðjóni Samúelssyni og var hún heil 41 ár í byggingu eða frá 1945 til 1986. Styttan af Leifi er gjöf frá Bandaríkjamönnum í tilefni þúsund ára afmælis Alþingis árið 1930. Höfundur styttunnar er Alexander Stirling Calder, sem vann samkeppni um að endurskapa Leif Heppna árið 1929. En Leifur Eiríksson, sem var fæddur í Dalasýslu árið 980, var einmitt fyrsti hvíti maðurinn, sem steig á land í Vesturheimi. Sumir sagnfræðingar vilja meina að hann hafi siglt frá Nýfundnalandi alla leið suður til eyjunnar Manhattan, þar sem Byron ferðamaðurinn á myndinni býr.
Reykjavík 02/07/2021 11:09 20mm
Mynd og texti Páll Stefánssonn