Lífsgbjörg þjóðar í þúsund ár

Smalamenn á ferð í S-ÞingBlessuð sauðkindin

Við höldum því blákalt fram að íslenska lambið sé besta lambakjöt í heimi. Bragðgæðin megi rekja til þess að íslensk lömb hafi aldrei verið fóðruð í húsi; þau hafi nærst sumarlangt á fjalla- og heiðagróðri. Því eigi kjötið af þeim meira skylt við villibráð en húsdýra-afurðir. Á haustin er hátíð þegar við fáum hrygg eða læri af nýslátruðum lömbunum, nýsviðna hausa, tökum slátur og fyrsta kjötsúpa haustsins fer í pottinn.
Segja má að íslenska sauðkindin sé hluti af náttúrumynd okkar. Hvar sem við förum um landið má sjá hana mjaka sér rólyndislega um dali og hlíðar, bítandi ilmandi grös og meðfram vegum nælandi sér i sölt og steinefni sem finnast í gróðurlausum jarðvegi. Án sauðkindarinnar væri náttúrumynd okkar snauðari.
Íslenska sauðkindin er af svokölluðu stutt-dindla kyn, fornum norrænumstofni sem var fyrr á öldum algengur í norðanverðri Vestur-Evrópu en finnst aðeins á örfáum stöðum i heiminum í dag. Þetta er sterkt og harðget kyn sem hefur aðlagast aðstæðum á Íslandi. Eitt af því sem veitir íslensku sauðkindinni sérstöðu eru hinar svokölluðu forystukindur, með sína einstöku hæfileika, en þær er hvergi annars staðar að finna í veröldinni. Þær eru ófáar sögurnar sem til eru um slíkar kindur sem hafa bjargað bæði mönnum og skepnum úr lífshættu.

Upp úr 1980 var sauðfé tíu sinnum fleira en íbúar landsins, eða um tvær milljónir (þar með talin sumarlömbin). Íbuatalan var 226.948 á þeim tíma. Nú hefur þeim fækkað um næstum helming, sums staðar vegna ofbeitar en einnig vegna markaðsþróunar. Hér fyrr á tímum fékk sauðkindin að valsa óhindrað um allan ársins hring, sem hafði alvarlegar afleiðingar þegar loftslag fór kólnandi. Samspil náttúruaflana; vand og vinds, elds og ísa sem og ágangur manna og dýra, hefur í áranna rás spillt yfirborðsgróðri landsins. Slik spilling veldur keðjuverkandi gróðureyðing sem erfitt er að stöðva – sem sýnir hversu erfið lifsbaráttan hefur verið á Íslandi.

Það er sagt að sauðkindin hafi haldið lífinu í þjóðinni fyrr á öldu. Þær þoldu vetrarhörkurnar sem hér ríktu og þjóðin gæddi sér á mjólk og kjöti hennar, gerði klæði úr ullinni hennar.
Á seinustu áratugum 20. aldarinnar var ráðist i að berjast gegn gróðureyðingunni með stórfelldri og skipulagðiri gróðursetningu trjáa og annars jarðvegsvbindandi gróðurs, auk þess að vernda viðkvæm svæði fyrir ágangi manna og dýra. Í dag er ósjálfbær nýting á landi bönnuð með lögum. Einn liður í verndaráætlunum var að fækka sauðfénu. Í dag eru aðeins 475.000 fullorðnar kindur í landinu, eða um 1.1000.000 ef sumarlömbin eru talin með.

Sauðburður

Kindurnar eru leiddar undir hrútana í desember og bóndin skráir dagsetningu hverrar mökunar. Þegar kemur að sauðburði getur hann flett upp hvenær hver kind á að bera og undan hvaða hrúti lömbin eru. Það er mikilvægt fyrir hann að vita hvenær lömbin munu fæðast. Þá þarf halda móðurinni innandyra til að hægt sé að skýla ungviðinu fyrstu dagana. Hver bóndi hefur sitt eyrnamark, sem er skorið í eyra hvers lambs strax eftir fæðingu. Þessi hefðbundna bókhaldsaðferð gerir bændum í rauninni kleift að afhenda ættbókarfærslu hvers kjötbita sem þú stur upp í þig. Í dag eru lömbin einnig eyrnamerkt með sérstökum plastmerkingum. Ísland er eina landið í heiminum sem ræktar sauðfé með þessum hætti. Í flestum öðrum löndum bera ærnar lömbin sín utandyra og enginn hefur hugmynd um ættartré þeirra.
Lömbin fæðast í maí og dvelja sumarlangt með mærum sínum. Eftir að hafa eytt fyrstu dögum ævinnar inni í fjárhúsi, fá þau að gæða sér á túninu heima í þrjár til fjórar vikur. Þá eru þau send til fjallahagana þar sem þau gæða sér á villtum  og næringarríkum gróðrinum fram i miðjan september. Á meðan heyjar bóndinn heimahagana til að byggja upp vetrarforða fyrir kindurnar sínar. Á Íslandi er aðeins 15% af landinu í ræktun sem þýðir að megnið af fóðrinu sem suðakindin lifir á er viltur gróður.

Haustréttir

Á haustin safna bændurnir fé sínu til byggða. Þeir smala fénu kerfisbundið saman um allt land. Fyrir utan jöklana er varla til sá blettur eða skiki þar sem ekki er sauðkind að finna yfir sumarmánuðina. Því henar þarfasti þjónninn best til smölunar með aðstoð fjárhunda. Smölunin getur tekið allt að viku og dvelja menn þá gjarnan í leitarkofum. Féið sem þegar er fundið er girt af, menn taka tappa úr flösku og skiptast á sögum og söngvum. Þegar smölun er lokið og allt fé hefur verið heimt af fjalli er haldið til byggða og féið rekið í réttir. Í réttunum er féið flokkað eftir eyrnamarki svo hver bóndi geti gengið að sínu fé.
Réttir njóta mikilla vinsælda hér og landanum finnst ákaflega skemmtilegt að taka þátt í þeim, hvort sem er um að ræða skrifstofu- eða bankafólk, skólabörn eða kennar, sjómenn eða saumakonur. Nú til dags bjóða meira að segja nokkrar ferðskrifstofum ferðamönnum að taka þátt í réttum. Eftir að féð hefur verið rekið í sínar rétt, er því skipt upp. Þær sauðkindur sem eiga að lifa er rekið í heimahaga þar sem það nærist þar til það er rekið í hús í nóvember. Áður fyrr var fé rúið á vorin áður en það var rekið í fjallahagana en í dag rýja flestir bændur fé sitt í fjárhúsunum á veturna vegna þess að sú ull gefur hærra verð.

Verðmæt afurð

Ullin var ein mikilvægasta útflutningsfara landsins á miðöldum (ásamt skreið). Hún varð aftur ein mikilvægasta útflutningsafurðin á 20. öldinni. Ullin af sauðkindinni getur verið ýmist hvít, eða grá, brún eða svört, er í tveimur lögum. Innra lagið, stuttir og fíngerðir þræðir er kallað þel og var notað til þess að prjóna fínleg blúnduverk, undirfatnað barnaföt, en ytra lagið sem samanstóð úr lengri og grófari þráður er kallað tog og var notað í skjólgóðan og vatnsþolinn vetrarfatnað. Í dag er er það lopinn sem við notum mest til þess að prjóna okkar þykku, hlýju lopapeysur, hvort heldur er eftir hefðbundnum aðferðum, eða nýjum.

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0