Fyrsta einkasýning ljósmyndarans Lilju Jónsdóttur á Kex Hostel
Ljósmyndir úr nýjustu kvikmynd Baltasars Kormáks
Næstkomandi föstudag opnar fyrsta ljósmyndasýning Lilju Jónsdóttur í Gym og Tonic á KEX Hostel. Um er að ræða ljósmyndir sem voru teknar við tökur á nýjustu kvikmynd Baltasars Kormáks sem verður frumsýnd hér á landi í næsta mánuði.
Lilja Jónsdóttir hefur verið viðloðandi ýmis störf í íslenskum kvikmyndaiðnaði í rúm 15 ár en þess á milli hefur hún starfað sem ljósmyndari í Bretlandi. Í fyrra tók hún að sér stöðu ljósmyndara á tökustað í sjónvarpsseríunni Ófærð og gegndi í kjölfarið sama hlutverki við gerð kvikmyndarinnar Eiðurinn. Hún vinnur nú í nýrri þáttaröð, Föngum. Lilja hefur haldið þrjár einkasýningar í Bretlandi ásamt því að taka þátt í samsýningum. Þetta er hennar fyrsta einkasýning á Íslandi.
EIÐURINN
Eiðurinn er fjölskyldudrama þar sem brestir, átök og fíkniefni koma við sögu. Með helstu hlutverk fara þau Baltasar Kormákur, Hera Hilmarsdóttir og Gísli Örn Garðarsson. Baltasar leikstýrir kvikmyndinni og skrifar einnig handrit ásamt Ólafi Agli Egilssyni.
Bestu kveðjur / Best regards
Benedikt Reynison
Events / Social Media
Mob. +354 822 2825