listamannsspjall með Ívari Valgarðssyni
Sunnudaginn 19. október kl. 15 tekur Ívar Valgarðsson myndlistarmaður þátt í leiðsögn og ræðir við gesti um verk sín á sýningunni Rás, sem nú stendur yfir í Hafnarborg en sýningunni lýkur nú um helgina.
Ívar Valgarðsson hefur legni verið í framvarðarsveit íslenskra myndlistarmanna eða allt frá því hann lauk framhaldsnámi í Hollandi árið 1979. Verk hans hafa víða verið sýnd og eru í eigu margra safna og safnara bæði hér heima og erlendis. Hann á að baki á annan tug einkasýninga og fjölda samsýninga meðal annars í Listasafni Íslands og umdeilda sýningu á Kjarvalsstöðum árið 1991. Verk Ívars endurspegla áhuga hans á þeim sköpunarkrafti sem á sér stað í mótun og uppbyggingu manngerðs umhverfis. Verk hans á sýningunni Rás eru unnin inn í sýningarsal Hafnarborgar, þar sem efni og form kallast á við arkitektúr hússins.
Nú um helgina er jafnframt síðasta sýningarhelgi sýningarinnar Rásar. Sýningarstjóri er Helga Þórsdóttir, menningarfræðingur en hugmynd hennar að þessari sýningu var valin úr innsendum tillögum síðastliðið haust þegar kallað var eftir tillögum að haustsýningu 2014 í Hafnarborg. Auk verka eftir Ívar eru á sýningunni verk eftir þau Daníel Magnússon, Guðrúnu Hrönn Ragnarsdóttur, Ívar Brynjólfsson, Sólveigu Aðalsteinsdóttur og Þóru Sigurðardóttur. Nánar um sýninguna hér.
Aðgangur í Hafnarborg er ókeypis opið er sem hér segir:
Opið alla daga nema þriðjudaga frá kl. 12-17.
Þriðjudagar Lokað.
Nánari upplýsingar veita:
Áslaug Friðjónsdóttir, s. 585-5790
Ívar Valgarðsson, s. 691-4925