Litasifónía landslagsins

Franski ljósmyndarinn Didier Goupy (1960) sýnir í Gallerý Þulu í Marshallhúsinu, ljósmyndasýninguna, Fæðing litar / Naissance de la Couleur. Þar sýnir hann íslenskt landslag, þétt innrammaða í sterkum litum. Hann leikur sér skemmtilega að forminu, og litum landslagsins. Ljósmyndarinn Didier Goupy sem býr í París, kom hingað fyrst 2021, og hefur síðan, eins og margir ljósmyndari heillast af íslensku landslagi, og hefur síðan komið hingað oft, að glíma við það með myndavél. Hann er ekki að skrásetja landslagið, heldur leita að þráð, þar sem form, ljós og skuggar búa til mynd, og liturinn bindur þetta allt saman á abstrakt hátt. Ferilinn byrjaði hann að mynda í Marokkó, og á Írlandi, síðan var hann mörg ár að fanga birtuna og mannlífið á Indlandi, og nú er það Ísland sem er í fókus hjá þessum myndasmið. 

Didier Goupy, í Gallery Þulu
Didier Goupy, í Gallery Þulu
Didier Goupy, í Gallery Þulu
Didier Goupy, í Gallery Þulu
Didier Goupy, í Gallery Þulu
Marshallhúsið, við Reykjavíkurhöfn
Didier Goupy, í Gallery Þulu

Reykjavík 19/05/2025 – A7C R, RX1R II : FE 1.4/24mm GM, 2.0/35mm Z