Meðan beðið er eftir eldgosi á Reykjanesi, er vert að gefa öðrum hlutum á skaganum athygli. Því Reykjanesskaginn, sunnan og vestan við höfuðborgarsvæðið er einstaklega fallegt og fjölbreytt svæði, sem allt og fáir ferðamenn, og heimamenn gefa sér góðan tíma til að skoða og upplifa þá einstöku stemningu sem er á þessu nýja nesi, en þetta er yngsti hluti landsins. Þrátt fyrir að yfir 95% af þeim ferðalöngum sem sækja Ísland heim, lenda á Keflavíkurflugvelli, vestast á nesinu, halda flestir rakleiðis til Reykjavíkur og síðan áfram, vestur eða suður. Reykjanes mætir afgangi. Icelandic Times / Land & Saga tók hringinn, og myndaði form og liti sem Reykjanes hefur uppá að bjóða, allan ársins hring.
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson
Reykjanes 16/03/2025 : A7R IV, A7C R, RX1R II : FE 1.8/14mm GM, FE 1.8/20mm G, FE 1.2/50mm GM, FE 2.8/90mm G, 2.0/35mm Z