Litir & Leikgleði

Það er hægt að segja, að úti í Örfirisey, í Marshall húsinu sé ein af miðstöðvum myndlistar á Íslandi. Húsið sem stendur við vestanverða Reykjavíkurhöfn var byggt sem síldarverksmiðja Faxa árið 1948, fyrir uppbyggingarfé frá Bandaríkjunum. Í húsinu var unnin síld í yfir hálfa öld, og nú eru þar nokkrir sýningarsalir, og eitt veitingahús, en húsið er í eigu Brims, stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins, sem er til húsa í næsta húsi. Þula gallerí, er með sýningarrými á annarri hæð hússins, og þar stendur nú yfir sýningin Þverskurður, samsýning tíu listamanna sem eiga það sameiginlegt að starfa með galleríinu. Sýning sem er full af leikgleði og litum. Listamennirnir tíu eru; Tolli (1953), Sunneva Ása Weisshappel (1989), Rakel McMahon (1983), Kristín Marteins (1994), Guðmundur Thoroddsen (1980), Davíð Örn Halldórsson (1976), Áslaug Íris Katrín (1981), Auður Lóa Guðnadóttir (1993) og Anna Maggý (1995). 

Marshallhúsið í Örfirisey 
Þverskurður í Þulu, Marshallhúsinu
Þverskurður í Þulu, Marshallhúsinu
Þverskurður í Þulu, Marshallhúsinu
Þverskurður í Þulu, Marshallhúsinu
Þverskurður í Þulu, Marshallhúsinu

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson
Reykjavík 25/03/2025 – A7C R, RX1R II : FE 1.8/20mm G, 2.0/35mm Z