Frá Laugavegi

Lundabyggð á Laugavegi

Það var árið 1885, sem bæjarstjórn Reykjavíkur samþykkir lagningu Laugavegar. Gata úr miðbænum, og austur í Þvottalaugarnar í Laugardal, og síðan áfram, sem þjóðvegurinn út úr bænum. Fljótlega var gatan mesta verslunargata Reykjavíkur, og heldur þeim sessi fram að síðustu aldamótum, þegar verslun og þjónusta færist yfir í verslunarmiðstöðvar, og hverfi eins og Skeifuna í austurborginni. Laugavegurinn er í dag fullur af ferðamannabúðum, fleiri ferðamannabúðum, hótelum, börum og veitingahúsum. Það eru fáir íslendingar sem sækja þangað verslun eða þjónustu, en þar sem stór hluti götunnar er göngugata, er þarna ferðafólk, allan ársins hring. Icelandic Times / Land & Saga rölti upp og niður Laugaveg, til að fanga stemminguna, eins og hún er núna í miðjum janúar. Hann hitti ekki bara ferðafólk, líka nokkra ísbirni, tvo hrúta, eina kind, og fjöldann allan af lundum. Enda er hann orðið einskonar tákn landsins. Jafnvel meira tákn en Gullfoss eða Geysir.
Frá Laugavegi
Frá Laugavegi
Frá Laugavegi
Frá Laugavegi
Frá Laugavegi
Frá Laugavegi
Frá Laugavegi
Frá Laugavegi
Frá Laugavegi
Frá Laugavegi
Frá Laugavegi
Frá Laugavegi
Frá Laugavegi
Frá Laugavegi
Frá Laugavegi

Reykjavík 15/01/2025 : A7C R – FE 2.5/40mm G
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson 

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0