Á næsta ári verður Hafnarborg – menningar – og listamiðstöð Hafnarfjarðar 40 ára. Á 75 ára afmæli Hafnarfjarðar, 1. júní 1983, lögðu Sverrir Magnússon lyfsali og Ingibjörg Sigurjónsdóttir lyfjafræðingur grunn að safninu með listaverkagjöf sinni, og gjafabréfi að húseigninni að Strandgötu 34. Húsið sem var upphaflega hannað af Guðjóni Samúelssyni fyrir Sören Kampmann lyfsala árið 1921. Sverrir Magnússon rak þar Hafnarfjarðar Apótek frá 1947 til 1984. Hafnarborg í núverandi mynd var síðan formlega vígð eftir gagngerar endurbætur og viðbyggingu hönnuð af Ingimari H. Ingimarssyni arkitekt í maí 1988. Hafnarborgar leggur áherslu á að þarna sé örvandi vettvangur listsköpunnar í Hafnarfirði. Að alþjóðleg gestavinnustofa Hafnarborgar tengi saman á faglegan hátt nýsköpun og farveg fyrir efnilega listamanna að tengjast út í samfélagið.
Hafnarfjörður 18/02/2022 08:33 – 09:23 : A7C : FE 1.4/24mm GM
Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson