Himinglæva eftir Elínu Hansdóttur, en verkið sem stendur á Hörputorgi við Hörpu, er gjöf ríkis og borgar í tilefni 10. ára afmæli hússins.

Menningarborgin Reykjavík

Reykjavík er ekki bara höfuðborg Íslands, hún er líka miðstöð menningar í landinu. Í Reykjavík eru lykilsöfn landsins, eins og Þjóðminjasafnið, Listasafn Íslands og Listasafn Reykjavíkur. Síðan eru eru í höfuðborginni ótal minni söfn og menningarviðburðir, allan ársins hring. Fyrir ferðamenn og heimamenn er þetta ómetanlegt, gerir borgina okkar lifandi og lífvænlega jafnvel í svartasta skammdeginu. Icelandic Times / Land & Saga skrapp niður í Vatnsmýrina að sjá gjörning við Norræna húsið, skoðaði nýtt listaverk við tónlistar og ráðstefnuhúsið Hörpu og fór í gamlar kartöflugeymslur í Ártúnsbrekkunni þar sem listakonan Hrafnhildur Arnardóttir / Shoplifter og Lilja Baldursdóttir listrænn framleiðandi hafa opnað menningarhúsið Höfuðstöðin. 

Spinning Rooftops gjörningur Frznte á þaki Norræna hússins
Frznte á hvolfi á þaki Norræna hússins
Frá sýningunni Chroma Sapiens, eftir Hrafnhildi Arnardóttur / Shoplifter
Sýningin er opin frá 10 til 18 á virkum dögum, opnar klukkutíma seinna um helgar

Reykjavík 11/09/2022 : A7R IV, A7R III – FE 1.2/50mm GM, FE 200-600 G

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0