Í dag búa í Reykjavík, höfuðborginni, rétt tæplega 150 þúsund manns. Um fjórðungur íbúanna er fólk sem er fætt utan landsteinanna. Þegar Ísland fékk sjálfstæði árið 1944, bjuggu í landinu 125 þúsund manns, í höfuðborginni, 44 þúsund. Fæstir reykvíkingar, flestir íbúarnir landsbyggðarfólk nýflutt á mölina. Af þeim 400 þúsund sem búa í lýðveldinu í dag, búa þrír fjórðu á suðvesturhorninu frá Akranesi að Selfossi, og suður til Keflavíkur. Það má kalla svæðið höfuðborgarsvæðið, Stór-Hafnarfjörð eða Kjalarnesþing, ef maður fer aftur í landnámu. En þekkir maður Reykjavík. Já og nei. Nú er farið að birta og Icelandic Times / Land & Saga ákvað að taka mynd, myndir af öllu sem fyrir augu bar á myndarölti um miðbæinn. Leika ferðamann. Enda hitti hann bara ferðamenn, og sá staði sem hann hélt að væru ekki til. En þeir eru þarna… á mynd.






Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson