Ef, fiskveiðilögsagan sem svo sannarlega tilheyrir Íslandi væri talin með í stærð Íslands, væri Ísland allt 860 þúsund km2 og 35 stærsta land í heimi, mitt á milli Pakistans og Namibíu að stærð. Fiskveiðilögsagan er semsagt 760 þúsund km2 eða rúmlega sjö sinnum stærra en landið sjálft. Í stað þess er Ísland í 108 sæti yfir stærð ríkja, aðeins minna en Guatemala, og örlíðið stærra en Suður-Kórea með sínar 52 milljónir íbúa. Þar af býr helmingurinn í höfuðborginni Seoul, sem er níunda fjölmennasta borg veraldar. Íbúar borgarinnar eru jafn margir og allir íbúar Norður-Kóreu. Rússland er stærsta ríki jarðar, 17.1 milljón km2 að stærð og tekur yfir 11% af flatarmáli alls lands á jörðinni. Kanada er í öðru sæti, Kína í því þriðja. Á næsta ári verða 50 ár síðan við færðum út landhelgina í 200 mílur, eftir 4 þorskastríð ( þrjú við Breta, eitt við Þjóðverja) frá 1958 til ársins 1976. Það er við hæfi að birta myndir af brimi sem löðrungar landið, flesta daga ársins.






Ísland 19/03/2024 : A7R IV, RX1R II, A7R II : 2.0/35mm Z, FE 2.8/90mm G, FE 1.8/135mm GM, FE 1.8/55mm Z – Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson