Löndin deila mörgum sameiginlegum hagsmunum
Grænland og Ísland hafa átt sterk tengsl í áratugi og deilt sameiginlegum hagsmunum á sviði menningar og viðskipta. „Við höfum mjög gott samband við Ísland,“ sagði Tove Søvndahl Gant, sendiherra Grænlands á Íslandi. „Við eigum margt sameiginlegt, þar á meðal landfræðilega staðsetningu okkar, hátt í norðanverðu Atlantshafi. Þar sem við erum báðar norðurskautsþjóðir, höfum við einnig hlutverk í norrænu samstarfi og þar sem við getum unnið náið saman.“
Gagnkvæmir viðskiptahagsmunir
Þjóðirnar eiga í góðu samstarfi þegar kemur að fiskveiðum og sameiginlegum kvóta, sem og að halda fiskveiðunum sjálfbærum. „Þetta eru gildi sem við deilum,“ sagði Tove og bætti við að það væru mörg tækifæri þar sem löndin tvö gætu unnið frekar saman. Þann 23. september undirrituðu Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, og Pele Broberg*, utanríkis-, iðnaðar-, viðskipta- og loftslagsráðherra á Grænlandi, sameiginlega yfirlýsingu. „Þessi skýrsla, „Samstarf Grænlands og Íslands á hinum nýju norðurslóðum“ og þær fjölmörgu tillögur sem í henni eru segja okkur að við getum eflt samstarf okkar enn frekar,“ sagði Tove.
Í yfirlýsingunni er lögð áhersla á hlutverk Grænlands og Íslands í tengslum við loftslagsbreytingar á norðurslóðum og skýrslan leggur traustan grunn að greiningu á frekara samstarfi. Vitnað er til aukinnar vöru- og þjónustuviðskipta milli Grænlands og Íslands á undanförnum árum og að beint flug milli þjóðanna hefjist að nýju. Aukin samvinna í sjávarútvegsmálum og vilji til að efla enn frekar samstarf landanna á þessu sviði eru einnig nauðsynleg.
Flug hefjast á ný
Ísland og Grænland hafa átt frábært samstarf innan ferðaþjónustunnar en heimsfaraldurinn hefur sett ýmislegt á ís. „Margt hefur stöðvast meðan á Covid-faraldrinum stóð,“ sagði Tove. „Flugfélög sem þjóna austurströnd Grænlands hafa verið okkur mjög mikilvæg og það var beint flug til áfangastaða eins og Ilulissat og Narsarssuaq á sumrin og við vonum það hefjist aftur,“ sagði hún. Flug og vöruflutningar hjálpa til við að flytja vörur milli Evrópu, Íslands og Grænlands, sem er lykillinn að samvinnu.
Einnig þurfti að stöðva menningaframtök tímabundið. „Í morgun fékk ég heimsókn frá samtökum sem halda skákmót og þau vonast til að halda starfseminni áfram,“ sagði Tove. „Svo er sundnámskeið fyrir grænlensk börn. Þessi starfsemi er mikilvæg vegna þess að þetta er fólk sem þarf á hvor öðru að halda – íþróttamenn, listamenn, kvikmyndagerðarmenn, kórar, tónlistarmenn. Menningartengsl íslensku og grænlensku þjóðanna eru sterk“.
Hringborð Norðurslóða
Hringborð Norðurslóða (Arctic Circle) er mikilvægur vettvangur fyrir Grænland til að geta komið sínum málefnum á framfæri. „Þar sem Hringborð Norðurslóða kemur saman stjórnvöldum, vísindamönnum, viðskiptaleiðtogum og vísindamönnum er þetta vettvangur þar sem við getum komið okkar málefnum á framfæri á eigin forsendum,“ sagði Tove. „Það gerir okkur kleift að tala um mörg mál, loftslagsmál þar á meðal.“
Ísland styður Grænland og ber virðingu fyrir því að það sé ekki sjálfstætt ríki. „Annars vegar styður Ísland sjálfstæða rödd okkar, en þeir viðurkenna að Grænland er hluti af danska konungsríkinu og þeir fara ekki fram úr reglum diplómatíu,“ sagði Tove.
*Forsætisráðherra Grænlands, Muté B. Egede, sér nú um utanríkismálasvið landsins eftir endurskipulagningu.