Frá Reykjavík International Games

Mörg met

Það var mikil hátíð í Laugardalshöll, þegar Reykjavík International Games fóru þar fram fyrsta sunnudag í febrúar. Þar sem okkar besta frjálsíþróttafólk átti kapp við jafnoka frá norðurlöndunum í beinni útsendingu á RÚV. Veg og vanda af leikunum hefur Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað árið 1944, þegar við fengum sjálfstæði. ÍBR hefur umsjón með Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst, Laugavegshlaupinu í júlí, Miðnæturhlaupinu í júní, Norðurljósahlaup í byrjun febrúar og Reykjavík International Games nú í febrúar. Allar keppnirnar eru í samstarfi við sérsambönd ÍSÍ og íþróttafélögin í Reykjavík. Í ár voru keppendur að keppa að komast á ólympíuleikana í París í sumar, og bæta bæði persónuleg og íslandsmet. Eitt féll á leikunum í ár, en Akureyringurinn Baldvin Þór Magnússon (4452), setti enn eitt Íslandsmetið í gærkvöldi – hljóp 1500 metra á 3:40,74 mínútum og bætti þar með met Jóns Diðrikssonar, sem staðið hafði í heil 39 ár! Baldvin Þór á íslandsmet í nær öllum langhlaupum á Íslandi. Hann stefnir á pall í París í 5000 metra hlaupi.

Frá Reykjavík International Games
Frá Reykjavík International Games
Frá Reykjavík International Games
Frá Reykjavík International Games
Frá Reykjavík International Games
Frá Reykjavík International Games
Reykjavík 06/02/2024 – A7R IV : FE 1.8/135mm GM
 
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson