Á Ljósmyndasafni Reykjavíkur, stendur nú yfir samsýningin ,,Veðrun”, þar sem sextán ljósmyndarar í Félagi íslenskra samtímaljósmyndara, FÍSL, sýna verk sín. Sýningin er hluti af Ljósmyndahátíð Íslands. Myndavélin, ljósmyndamiðillinn er notaður á mjög ólíkan hátt hjá þessum ólíku myndasmiðum. Sýningin kannar hverning hægt er að skilgreina ljósmyndun á óhefðbundin hátt, þar sem listamennirnir kanna tengsl mannsins við umhverfið. Þarna má sjá tröppur, tómar sundlaugar, stóran stein og lítið hús í stórbrotni veðri. Hin augljósu ummerki mannsins í yfirgefnu landslagi, umhverfisvá og neysluhyggju. Stór sýning sem vekur stærri spurningar. Sýningarstjóri er, Daría Sól Andrews.
Reykjavík 22/01/2025 : A7C R – FE 1.4/24mm GM
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson