Páll Stefánsson tók þessa mynd af Kínverska ljósmyndaranum Shu Yi, í Mutt gallerí.

Myndir ársins

Hin árlega sýning Blaðaljósmyndarafélags Íslands,er nú í Ljósmyndasafni Reykjavíkur, og stendur sýningin út maí. Á sýningunni eru rúmlega eitt hundrað myndir sýndar af tæplega 800 innsendum myndum. Keppt er 7 flokkum, auk myndar ársins, en þá mynd tók ljósmyndari Vísis, Vilhelm Gunnarsson af eldgosinu í Geldingardölum. Aðrir ljósmyndarar sem voru verðlaunaðir, auk Vilhelms sem átti líka fréttamynd ársins. Kristinn Magnússon á Morgunblaðinu átti bestu íþróttamyndina, Páll Stefánsson Icelandic Times, tók portrettmynd ársins, Sigtryggur Ari Jóhannsson Fréttablaðinu vann umhverfismynd ársins, Hörður Sveinsson fyrir tímaritamynd ársins, og Heiða Helgadóttir Stundinni fyrir myndröð ársins og daglegt líf ársins. Svo nú er bara að skella sér á Ljósmyndasafn Reykjavíkur í Grófarhúsinu og sjá það besta sem gert var í ljósmyndun á Íslandi árið 2021.

Vilhelm Gunnarsson tók þessa frábæru mynd af eldgosinu í Geldingardölum.
Gestir í Ljósmyndasafni Reykjavíkur skoða sýninguna.
Margar frábærar myndir prýða veggina á Ljósmyndasafni Reykjavíkur

Reykjavík  03/04/2022 : 14:04 – 14:43 :  A7C : FE 1.8/20mm G
Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson

 

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0