Marshallhúsið í Örfirisey út á Granda, við vestanverða Reykjavíkurhöfn, má segja að sé miðstöð núlistar á Íslandi. Í húsinu sem var byggt fyrir 76 árum, árið 1948, fyrir fé frá Marshallaðstoð Bandaríkjamanna eftir seinna stríð. Þarna var þar rekin síldarverksmiðja Faxa í yfir hálfa öld. Síðan 2017 hefur verið rekin öflug lista, gallerí starfsemi í húsinu, auk veitingastaðar á jarðhæð. Icelandic Times / Land & Saga fór í vettvangsferð í þrjú söfn / gallerí af þeim fimm sem eru í húsinu, Þulu, Kling & Bang og Nýlistasafnið. í Nýlistasafninu er sýningin Áttað / Navigating, þar sem spurt er hvernig manneskjur eiga samskipti – eða ekki. Tengsl innra með okkur sjálfum, það eru listamennirnir Despina Charitonidi, og Jo Pawlowska sýna verk sín. Í Kling & Bang eru þrír listamenn sem sýna verk sín, í sýningunni Head 2 Head. á grísk – íslenskri listahátíð. Það eru Ívar Ölmu, Vaskos og Konstantinos Lianos sem sýna, meðan í Þulu er Hayden Dunham með sýninguna Salt Nýrrar Jarðar. Hán sem spyr spurninga, um efni og andann. Amen.
Reykjavík 27/10/2024 : A7C R, RX1R II – 2.0/35mm Z, FE 1.8/20mm G
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson