Hitti í morgun einn af okkar allra fremstu vísindamönnum í eldvirkni Íslands. ,,Næst gýs annaðhvort í Heklu eða út á Reykjanesi. Og alls ekki hafa það eftir mér, vil ekki skapa hræðslu, eða að ég sé að bera út einhverja vitleysu.” En hann sagði að það sé kominn tími á Heklu. Eldfjallið sem hefur verið vel vaktað í yfir 70 ár, síðan í stóra gosinu 1947, er óútreiknanlegt. Það er svo lítill fyrirvari á Heklugosi, aðeins fáeinar mínútur. Það gerir fjallið mjög sérstakt, og erfitt að senda út viðvaranir til fólks og ferðalanga í og við fjallið. Síðast gos í Heklu árið 2000. ,,Síðan eru kvikuhreyfingar undir yfirborðinu á Reykjanesi, líklega gýs næst vestast á nesinu við Reykjanestá.” Það er, hugsaði ég, ansi nálægt alþjóðaflugvellinum í Keflavík.
Hekla 06/05/2021 -17/01/1991 11:24 – 22:55 : A7RIV – M6 : FE 1.8/135mm GM – 1.4/50mm
Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson