Náttúruganga og messa í Viðey á sunnudag
Sunnudaginn 27. ágúst kl. 13:15 verður áhugaverð náttúruganga um Viðey þar sem fjallað verður um jurtir, fugla og menn, huldufólk og álfa undir leiðsögn Bjarkar Bjarnadóttur, umhverfis- og þjóðfræðings.
Skoðaðar verða hinar ýmsu jurtir og spjallað um nöfn þeirra, nytjar og lækningamátt. Þá verður einnig fylgst með fuglum og sagðar þjóðsögur af marbendli, margýjum, hafmönnum, hafströmbum og öðrum verum sem búa í hafinu. Spáð verður í uppruna huldufólks og sögð saga sem tengist Magnúsi Stephensen landfógeta og huldukonu einni. Fjölbreytt saga eyjunnar verður fléttað inn í gönguferðina.
Gangan er jafnt fyrir fullorðna sem börn og ef fólk vill getur verið gaman að koma með jurta- og fuglabækur.
Ef veður er óhagstætt gæti verið nauðsynlegt að hætta við gönguna. Vinsamlegast fylgist með nýjustu upplýsingum á Facebook síðu Viðeyjar áður en lagt er af stað til að taka ferjuna.
Þennan sama dag verður messað í Viðeyjarkirkju kl. 14. Sr. Sveinn Valgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr Dómkórnum leiða sönginn. Kári Þormar leikur á orgelið. Sr. Þórir Stephensen fyrrverandi dómkirkjuprestur og staðarhaldari í Viðey leiðir staðarskoðun að messu lokinni.

Siglt verður stundvíslega frá Skarfabakka kl. 13:15. Þeir sem vilja fá sér léttan hádegisverð í Viðeyjarstofu fyrir gönguna er bent á 12:15 ferjuna.
Gjald í ferjuna fram og til baka er 1.500 kr. fyrir fullorðna, 1.350 kr. fyrir eldri borgara og 750 kr. fyrir börn 7 – 17 ára í fylgd fullorðinna. Börn 6 ára og yngri sigla frítt.
Við minnum á að handhafar Menningarkorts Reykjavíkur fá 10% afslátt í Viðeyjarferjuna og af veitingum í Viðeyjarstofu. Handhafar Gestakortsins sigla frítt.
Viðey er hluti af Borgarsögusafni Reykjavíkur: eitt safn á fimm frábærum stöðum.

Folktales and nature walk on Viðey Island
Join environmental ethnologist Björk Bjarnadóttir on Sunday 27th of August at 13:15 who will be guiding a fascinating nature walk around Viðey Island where herbs, birds, man and elves are the topic of the day. Various herbs will also be identified and their names, uses and medicinal properties discussed. The rich and diverse history of the island will be woven into the tour which will also feature some bird watching and folk stories about mermen and other mythological creatures of the sea.
The walking tour is designed for both adults and children. Those interested might like to bring along handbooks on Icelandic flora and birds. The guide will speak in Icelandic.
Please notice that if the weather conditions are bad we might have to cancel the walk. We ask you to check our FB site for latest news couple of hours before the walk.
Return ferry tickets cost 1.500 ISK for adults, 1.350 ISK for senior citizens and 750 ISK for children 7 – 17 years old accompanied by parents or guardians. Tickets are free for children 6 years and under.
Holders of the Reykjavík City Card travel for free.
Those with a Reykjavík Culture Pass receive a 10% discount on ferry tickets.
Viðey Island is part of Reykjavík City Museum: one museum in five unique places.