Vestmannaeyjar

Norður, Suður, Austur, Vestur +3

Nyrsti bær landsins er Raufarhöfn á Melrakkasléttu, fyrrum mikil síldarútvegsbær, nú lítið samheldið samfélag með 183 íbúa samkvæmt Hagstofu Íslands. Syðsti bær landsins eru Vestmannaeyjakaupstaður á Heimaey, en í dag búa þar 4.444 einstaklingar. Austasti bær landsins er Neskaupstaður við Norðfjörð, en íbúar þar eru 1.460. Patreksfjörður við samnefndan fjörð er vestasti bær Evrópu, þar búa í dag, 756 einstaklingar. Fjölmennasti bær landsins er höfuðborgin Reykjavík með 145.710 íbúa. í öðru sæti er Kópavogur með 41.345 íbúa. Hafnarfjörður er þriðji fjölmennasti bær lýðveldisins með 32.308 íbúa samkvæmt Þjóðskrá. Bæði Kópavogur og Hafnarfjörður eru hluti höfuðborgarsvæðisins. 

Kópavogur
Hafnarfjörður
Reykjavík
Neskaupstaður
Patreksfjörður
Raufarhöfn (Heimskautsgerðið rétt norðan við bæinn)

Ísland 20/08/2024 : A7C R, RX1R II, A7R IV – 2.0/35mm Z, FE 1.8/20mm G, FE 1.4/35mm GM, FE 2.8/100mm GM, FE 2.8/90mm  – Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson