Nyrsti bær landsins er Raufarhöfn á Melrakkasléttu, fyrrum mikil síldarútvegsbær, nú lítið samheldið samfélag með 183 íbúa samkvæmt Hagstofu Íslands. Syðsti bær landsins eru Vestmannaeyjakaupstaður á Heimaey, en í dag búa þar 4.444 einstaklingar. Austasti bær landsins er Neskaupstaður við Norðfjörð, en íbúar þar eru 1.460. Patreksfjörður við samnefndan fjörð er vestasti bær Evrópu, þar búa í dag, 756 einstaklingar. Fjölmennasti bær landsins er höfuðborgin Reykjavík með 145.710 íbúa. í öðru sæti er Kópavogur með 41.345 íbúa. Hafnarfjörður er þriðji fjölmennasti bær lýðveldisins með 32.308 íbúa samkvæmt Þjóðskrá. Bæði Kópavogur og Hafnarfjörður eru hluti höfuðborgarsvæðisins.






Ísland 20/08/2024 : A7C R, RX1R II, A7R IV – 2.0/35mm Z, FE 1.8/20mm G, FE 1.4/35mm GM, FE 2.8/100mm GM, FE 2.8/90mm – Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson