Það er ekki síðra, sem ferðamaður (já og heimamaður), nú þegar farið er að hlýna í lofti að ganga um og skoða Reykjavík að kvöldi til eða að nóttu. Borgin er svo hljóð, fáir á ferli, og örugg. Icelandic Times / Land & Saga skrapp niður í Vatnsmýri og nágrenni til að fanga þessa stemningu, þegar örlítill vottur af vori er í loftinu, enda bara tæpar 3 vikur í jafndægur að vori. Dagarnir lengjast hratt núna, sólarupprás í Reykjavík er nú klukkan 08:21 og sólsetur hálf sjö, eða nákvæmlega klukkan 18:29. Samkvæmt íslenskri þjóðtrú, sem oft er ansi nálægt sannleikanum eru mestar líkur að sjá mikilfengleg norðurljós í kringum jafndægur að vori. Svo það er bara að drífa sig út, þegar tekur að rökkva.
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson
02/03/2023 : RX1R II : 2.0/35mm Z