Jarðhiti hitar um 90% allra húsa á Íslandi, stærst er Orkuveita Reykjavíkur, sem er önnur stærsta hitaveita í heiminum sinnar tegundir, en hún þjónar 180.000 íbúum alls höfuðborgarsvæðisins. Hún byrjaði smátt, en 1930 var lögð 3 km / 2 mi löng pípa úr Laugardal til að hita upp Austurbæjarskóla, nýbyggðan barnaskóla í miðbænum. En hitaveitan hitar ekki bara upp hús, í nágrenni borgarinnar eru gróðurhús og 18 stórar sundlaugar sem eru mikið sóttar allt árið. Auðvitað mætti síðan nota affallsvatnið mun meira til að hita upp göngustíga og gangstéttir borgarinnar, því eins og veturinn í vetur hefur verið, er nær ófært að ganga um borgina og útivistarsvæði hennar, vegna hálku og snjóskafla.
Reykjavík 03/02/2022 11:01 – 12:44 : A7C : FE 2.5/40mm G
Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson