Reykjanesbær, Keflavík/Njarðvík fær fleiri ferðamenn en nokkuð annað sveitarfélag á Íslandi. Yfir 95% af ferðamönnum sem sækja Ísland heim lenda á Keflavíkurflugvelli sem er í 50 km / 30 mi fjarlægð frá Reykjavík. Flestir staldra stutt við, halda áfram sem er synd, því það er margt í bænum sem vert er að skoða. Reykjanesbær hefur vaxið hratt á síðustu árum, orðin fjórði fjölmennasti bær landsins, með um 23 þúsund íbúa, þar af þriðjungur fæddur utan landsteinanna, sem er hæsta hlutfallið af stærri bæjum landsins. Það var hin norska Steinunn gamla, sem nam land á vestanverðu Reykjanesi, þar sem nú er Reykjanesbær upp úr árinu 880. Hún, fullorðin ekkja sem fékk landið að gjöf frá frænda sínum Ingólfi Arnarsyni fyrsta landnámsmanninum, en hann bjó í Reykjavík og hafði helgað sér þetta stóra annes Reykjanes, tæpum tíu árum áður. Reykjanesbær er ekki bara þekktur fyrir flugvöllinn, hér var vagga dægurlagatónlistar á Bítlatímanum, og öflugt íþróttastarf sem hefur skilað mörgum íslandsmeistaratitlinum. Icelandic Times / Land & Saga átti leið um, njótið.
Reykjanesbær 13/11/2024 : RX1R II, A7CR – 2.0/35mm Z, FE 1.2/50mm GM
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson