Dalslaug nýjasta sundlaugin í Reykjavík í dagrenningu

Ný laug

Það má segja að sund sé uppáhalds tómstundaiðja íslendinga. Hvert þorp í landinu er með sundlaug, og sundkennsla er fag í barnaskóla, að læra að synda er eins mikilvægt og að læra að reikna eða lesa. Það eru hvorki meira né minna en átján sundlaugar á höfuðborgarsvæðinu. Sú nýjasta Dalslaug í Úlfarsárdal, nýjasta hverfi Reykjavíkur opnaði í síðasta mánuði. Laugin er 25 m löng, en auk þess er þar smærri innilaug, og úti er vaðlaug, heitir og kaldir pottar og nuddpottur. Aðgengi fyrir fatlaða er til fyrirmyndar, og fyrir menningarþyrsta, er Borgarbókasafnið með útibú í þessu fallega húsi sem hýsir einnig leikskóla og íþróttamiðstöð Fram. Opnunartími Dalslaugar er frá 06:30 til 22:00 virka daga og frá 08:00 til 22:00 um helgar. 

Reykjavík 16/01/2022  09:52 : A7R IV : FE 1.4/14mm GM
Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0