Áform eru um að byggja nýtt 200 þúsund fermetra hverfi í Laugarnesi í Reykjavík. Það er Verktakafyrirtækið Þingvangur sem ber ábyrgð á framkvæmdinni. Pálmar Harðarson, framkvæmdastjóri Þingvangs reiknar með að framkvæmdir hefjist á næsta ári.
Í hverfinu verða byggingar sem henta sem höfuðstöðvar fyrirtækja sem gerir hverfið ákjósanlegt fyrir stofanir og ráðuneyti.
Hugmyndir eru um að byggja 200 hótelíbúðir í hverfinu. Pálmar segir að það geti verið hagkvæm fjárfesting fyrir almennin að kaupa íbúðir og leigja ferðamönnum. Einnig segir Pálmar til skoðunar að byggja litla útgáfu af Umferðarmiðstöðinni BSÍ í hverfinu.
Nýja hverfið er á svonefndum Köllunarklettsreit við Laugarnesið.