Smáhýsi við tjaldsvæðið í Grindavík

Ó Grindavík

Það er nú búið að opna Grindavík fyrir almennri umferð. Bærinn var rýmdur fyrir akkúrat ári síðan, þann 10. nóvember 2023, en þá gekk mikil jarðskjálftahryna yfir bæinn, og öllu miklum skemmdum, bæði á innviðum og húsakosti. Þann 18. desember 2023 hófst síðan gos við Sandhnjúksgíga, rétt norðan við Grindavík og austan við Svartsengi. Síðan má segja að bærinn hafi meira eða minna verið lokaður fyrir almennri umferð, og almenn búseta ekki leyfð. Atvinnustarfsemi hefur þó verið haldið áfram við höfnina, en mörg öflug útgerðarfélög eru í Grindavík, eins hefur Bláa Lónið haldið áfram starfsemi, en lokanir hafa verið tíðar, enda hafa sex eldgos verið á svæðinu á síðustu ellefu mánuðum. Búist er við næsta gosi, á næstu vikum, samkvæmt tilkynningu frá Almannavörnum, nú í byrjun nóvember. það er ansi sérstakt að vera í Grindavík núna. Fáir bílar, öll hús tóm, þegar Icelandic Times / Land & Saga tók púlsinn á þessu bæ, þar sem fyrir ári síðan bjuggu fjögur þúsunds manns, eða 1% þjóðarinnar. Sem er sama hlutfall og allar 4 milljónirnar sem búa í Boston þyrftu að yfirgefa heimili sín, eða allir 650 þúsund íbúar Liverpool, en þeir eru 1% Bresku þjóðarinnar.

Það getur allt gerst, hér er skilti niður á hafnarsvæði Grindavíkur á Garðsvegi
Elli- 0g hjúkrunarheimilið fór mjög illa í jarðskjálftanum í nóvember 2023
Verið að sækja sér ís fyrir fiskvinnsluna
Yfirgefin hús, Vesturbraut, Grindavík
Grindavíkurkirkja og umhverfi urðu fyrir miklum skemmdum
Hús í byggingu, sem var auðvitað hætt við þegar ósköpin dundu yfir
Varnargarður við Fornavör í Grindavík
Hraun sem kom upp innan varnargarða og eyðilagði nokkur ný hús
Það rýkur úr nýju hrauni sem þjóðvegurinn milli Reykjavíkur / Keflavíkur liggur um

Grindavík 04/11/2024 :  RX1R II, A7CR, A7R IV – 2.0/35mm Z, FE 1.8/20mm G, FE 2.8/100mm GM
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0