Jökulsárgljúfur neðan við Dettifoss

Orka, kraftur…& já fegurð

Jökulsá á Fjöllum. Einstakt fljót, næst lengsta á í lýðveldinu, 206 km löng frá Vatnajökli norður í Öxarfjörð. Nær öll áin er hluti af Vatnajökulsþjóðgarði. Í Jökulsá á Fjöllum er orkumesti foss Evrópu, Dettifoss, hann er og verður aldrei virkjaður. Jökulsá á Fjöllum er friðuð fyrir komandi kynslóðir. Á og við bakka Jökulsár eru óteljandi náttúruperlur, eins og Forvöð, Herðubreið, Rauðhólar, Holuhraun, Skinnastaður, Ásbyrgi og Jökulsárgljúfur. Meðalrennsli Jökulsár er 184 m³/s og vatnasviðið er hátt í 10% af Íslandi. Þrátt fyrir að fljótið sé yfir 200 km /120 mi langt, búa líklega um tíu manns í innan við tíu km fjarlægð frá Jökulsá á Fjöllum.

Eldgos í Holuhrauni. Holuhraun september 2014
Eldgos í Holuhrauni. Holuhraun september 2014
Jökulsárbrú byggð 1957, nærri árósunum, milli Akurs og Ásbyrgis
Fjórtán ferðalangar við Dettifoss
Jökulsá á Fjöllum við Upptippinga, nærri upptökum

Öxarfjörður 20/03/2024 : A7R IV, RX1R II, A7R II :  2.0/35mm Z, FE 2.8/90mm G, FE 1.8/135mm GM, FE 1.8/55mm Z
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0