Öskjuhlíð

Öskjuhlíð er einstakt útivistarsvæði í næsta nágrenni við miðborg Reykjavíkur. Öskjuhlíðin sem rís 61 meter yfir umhverfið er líklega það opna svæði sem flestir borgarbúar þekkja. Efst á hæðinni eru sex hitaveitutankar, og ofan og milli tankanna er Perlan, einstök bygging og sterkt kennileiti, sem var opnuð árið 1991. Í byggingingu eru söfn, kaffihús, veitingastaður, og auðvitað útsýnispallur, en fáir staðir bjóða upp á betra útsýni yfir höfuðborgarsvæðið, sundin og fjallahringinn frá Snæfellsjökli í vestri, á góðum degi, og síðan alveg suður og vestur á Reykjanesskagann. Öskjuhlíðin sjálf er fjölbreytt og skemmtilegt útivistarsvæði, með skógrækt, kirkjugarði og síðan í Fossvogi, ylströndin í Nauthólsvík.

Perlan situr á sex hitaveitutönkum, sem rúma samtals 24 milljónir lítra af heitu vatni.

Reykjavík & Kópavogur 10/01/2022 09:55 & 10:26 – A7R III & A7R IV : FE 1.8/14mm GM & FE 2.8/100mm GM

Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0