Frá Ósvör

Ósvör, Óshólaviti & Ölver

Þrátt fyrir að hafa verið verstöð í aldir, varð ekki föst búseta í Ósvör austast í Bolungarvík, vestur við Ísafjarðardjúp á Vestfjörðum þar til árið 1905 og síðan næstu tuttugu árin. Bolungarvíkurkaupstaður, ákveður að endurbyggja verstöðina árið 1980, verkefni sem tók tíu ár, og opnar þar safn þegar framkvæmdum er lokið árið 1990. Ósvör samanstendur af verbúð, salthúsi, fiskireit og síðan þurrkhjalli auk þess sem sexæringurinn, báturinn Ölver er þarna í fjörukambinum. Báturinn var smíðaður árið 1941 af Bolvíkingnum Jóhanni Bárðarsyni, eftir Bolvísku lagi sem byggir á góðri sjóhæfni, og er bæði hraðskreiður og með góða lendingu. Gefur hann góða mynd af þeim skipum sem notuð voru til fiskveiða fyrir vestan frá miðri nítjándu öld. Ósvör er fágætur staður til að skyggnast inn fortíð sem er svo nálæg, en samt svo framandi.

Frá Ósvör
Frá Ósvör
Frá Ósvör
Frá Ósvör
Frá Ósvör
Óshólaviti, byggður 1937, rétt austan við Ósvör. Frábært útsýni er frá vitanum um allt Ísafjarðardjúp
Frá Ósvör

Bolungarvík 24/07/2024 : A7RIV, A7C R – FE 2.8/100mm GM, FE 1.2/50mm GM
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0