Horft niður Mikladal til Patreksfjarðar sinnum tveir

Patreksfjörður & Patreksfjörður

Patreksfjörður er nefndur eftir Patreki (d :963) biskup Suðureyja (e : Hebrides) en landnámsmaðurinn Örlygur Hrappsson sem nam Patreksfjörð og settist að í Örlygshöfn við sunnanverðan Patreksfjörð, nefndi fjörðin eftir biskupi. Patreksfjörður er syðstur Vestfjarða, og samnefnt þorp með um 700 íbúa er stærsti bær á sunnanverðum Vestfjörðum, og þriðji stærsti í fjórðungnum eftir Ísafirði og Bolungarvík. Byggðin í firðinum er hluti af Vesturbyggð, vestasta sveitarfélagi í Evrópu, en Bjarntangar vestasti hluti Látrabjargs er vestasti hluti Íslands. Byggð hefur verið við fjörðin frá Landnámi, og Vatneyri þar sem bærinn stendur, var einn af 25 verslunarstöðum Einokunarverslunarinnar á íslandi. Það var samt ekki fyrr en upp úr 1900 sem þéttbýli myndast við fjörðin, en þá eins og nú er það fyrst og fremst sjávarútvegur, og nú laxeldi sem skapar atvinnu. Það víða fallegt í Patreksfirði, og það tekur ekki nema tæpa sex tíma að skreppa frá Reykjavík og þangað vestur. 

Undir Raknadalshlíð Patreksfirði
Sunnanverður Patreksfjörður
Vatneyri skagar út í fjörðinn, þar er elsta byggð bæjarins
Patreksfjarðarhöfn
Garðar strand í Skápadal, Patreksfirði. Mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn
Horft út Patreksfjörð, frá Örlygshöfn

Ísland 04/03/2024 : RX1RII, A7R III, A7R IV: 2.0/35mm Z, FE 1.2/50mm GM, FE 2.8/100mm GM, FE 1.4/24mm GM, FE 2.8/90mm G
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0