Rauðinúpur

Rauðinúpur á Melrakkasléttu

Mynd dagsins – Páll Stefánsson ljósmyndari

Stærsta súlubyggðin á norðurlandi

Rauðinúpur, klettahöfði nyrst og vestast á Melrakkasléttu er einn besti staður á Íslandi til að komast í gott færi til að skoða sjófugla. Þarna verpa allar tegundir svartfugla, lundi og súlan, stærsti sjófugl Evrópu, með 180 cm vænghaf. Myndin er tekin af klettinum Karli, sem er rétt undan norður odda Rauðanúps, þar sem þéttasta súlubyggðin er. Auðvelt er að ganga á Rauðanúp frá bænum Grjótnesi sem liggur sunnan við höfðan, eða frá Núpskötlu sem liggur skammt austan við Rauðanúp. 

Melrakkaslétta 27/06/2021 11:31 135mm

Texti og ljósmynd Páll Stefánsson

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0