Reykjarfjörður á Ströndum er fjörður í Árneshreppi, norðan við Veiðileysufjörð og sunnan við Trékyllisvík.
Reykjarfjörður á Ströndum er fjörður í Árneshreppi, norðan við Veiðileysufjörð og sunnan við Trékyllisvík. Vegurinn í Reykjarfjörð var opnaður árið 1965, en hann er venjulega ófær yfir háveturinn.
Við fjörðinn eru eða hafa verið þrjú lítil þorp; Kúvíkur sem voru verslunarstaður fyrr á öldum eru við fjörðinn sunnanverðan. Djúpavík með síldarverksmiðjunni er innarlega í firðinum. Yst við fjörðinn norðanverðan er svo Gjögur sem var mikilvæg hákarlaverstöð á 19. öld. Á Gjögri er flugvöllur og er flogið þangað reglulega allan ársins hring.