Talið er að engin sveit á Íslandi hafi orðið fyrir eins miklum galdraofsóknum. Árið 1665 gengu sjö bjarndýr á land í Trékyllisvík. Síldarverksmiðja (lögð niður 1952) var á Eyri við Ingólfsfjörð og á Djúpuvík við Reykjarfjörð, og fornfræg veiðistöð, einkum hákarlaveiði, var á Gjögri.

Ingólfsfjörður. Ljósmynd Friðþjófur Helgason

Grásteinn er stór granítsteinn í landi Stóru-Ávíkur og er talið að hann hafa borist til landsins með hafís undir lok ísaldar. Jarðhiti er við Gjögur og Reykjanes í Reykjafirði.

http://eldri.ust.is