• Íslenska

Hvalvatnsfjörður er stuttur og grunnur fjörður yst á skaganum milli Eyjafjarðar og Skjálfandaflóa. Hann dregur nafn af Hvalvatni, lóni sem Fjarðará fellur í og er aðskilið frá firðinum sjálfum af malarkambi. Austan við fjörðinn gnæfa Hnausafjall og Bjarnarfjall, en vestan við hann eru fjöllin Darri, Lútur, og Þorgeirshöfði, sem skilur hann frá Þorgeirsfirði.

Hvalvatnsfjörður . Ljósmyndm Friðþjófur Helgason

Hvalvatnsfjörður og næsti fjörður til vesturs, Þorgeirsfjörður, heita einu nafni Fjörður (kvk.ft.). Þar voru nokkrir bæir áður fyrr, en eru nú allir í eyði:

Arnareyri, fór í eyði 1934;
Brekka, fór í eyði 1924;
Gil, fór í eyði 1899;
Kaðalstaðir, fóru í eyði 1933;
Kussungsstaðir, fóru í eyði 1904;
Tindriðastaðir, fóru í eyði 1944;
Þverá, fór í eyði 1913.