Reykjavíkurhöfn & hafnir landsins

Reykjavíkurhöfn & hafnir landsins

Ísland er eyja. Sjávarútvegur hefur verið gegnum aldirnar máttarstoð í íslenskum efnahag. Og er enn. Reykjavíkurhöfn sem Icelandic Times/ Land & Saga heimsóttu í bjartviðrinu í dag er fimmta stærsta uppskipunarhöfn landsins. Stærstu hafnirnar eru með uppsjávarfisk eins síld, makríl og loðnu. En Reykjavíkurhöfn skorar hátt í verðmætum, þar sem mikið af bolfiski eins og þorski og ýsu er landa, verðmætari afurðir. Lang stærsta höfn landsins er á Neskaupsstað en þar var landað á síðasta ári 80 milljón kg. Næstar eru Vestmannaeyjar með með 60.5 milljón kg. Síðan kemur Eskifjörður með 46.5 mkg, Vopnafjörður með 39 mkg, og í fimmta sæti er Reykjavík með 32 milljón kíló af fiski. Þar á eftir kemur Seyðisfjörður með 28 mkg, Höfn í Hornafirði með 27 mkg, og síðan Hafnarfjörður með 25 mkg. Á topp átta eru fimm staðir á Austurlandi, einn á Suðurlandi, og tveir á suðvesturhorninu. Í níunda sætinu er Fáskrúðsfjörður líka fyrir austan með 19 mkg, og síðan deila tíunda sæti tveir staðir á Norðurlandi, Sauðárkrókur og Þórshöfn á Langanesi með rúmlega 12 milljón kíló. Það kemur á óvart að engin staður á Vesturlandi eða Vestfjörðum eru á listanum. En bæði á Snæfellsnesi og síðan Ísafjörður og Patreksfjörður og Bolungarvík vestur á Vestfjörðum eru þekktir sjávarútvegsbæir. Breyttir tímar, breytt landslag í útgerð. Myndirnarnar, stemmingar frá Reykjavíkurhöfn í dag.Þarf ekki myndatexta, myndirnirnar segja meira en tíu þúsund orð.

Reykjavíkurhöfn & hafnir landsins
Reykjavíkurhöfn & hafnir landsins
Reykjavíkurhöfn & hafnir landsins
Reykjavíkurhöfn & hafnir landsins
Reykjavíkurhöfn & hafnir landsins
Reykjavík 08/02/2024 – A7R IV, A7C : FE 1.8/135mm GM, FE 1.8/20mm G
 
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

 

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0