Reykjavíkurtjörn, hefur verið í áratugi einn af eftirlætisstöðum höfuðborgarbúa, sérstaklega á veturnar. Þegar hægt er að skauta, eða bara ganga á ísilagðri tjörninni. Ístaka var stunduð á Reykjavíkurtjörn frá því um aldamótin 1900 og fram á fjórða áratug 20. aldar. Markaði ístakan tímamót í mataræði Reykvíkinga, því eftirleiðis gátu bæjarbúar keypt sér kjöt og fisk frá seinhausti fram á vor. Tvö íshús standa enn þann dag við Tjörnina. Húsið sem Tjarnarbíó er í núna var upphaflega byggt sem íshús, og húsið sem Listasafn Íslands er nú til húsa, á Fríkirkjuvegi 7, var byggt sem íshús árið 1916. Icelandic Times / Land & Saga brá sér niður á Tjörn, til að hitta menn og málleysingja.
26/03/2023 : A7R III, A7C : FE 2.5/40mm G, FE 200-600 G
Myndir og textir: Páll Stefánsson