Fjöruverk eftir Sigurð Guðmundsson (1942) er í forgrunni, en verkið sem var sett upp árið 2002, á gatnamótum Sæbrautar og Snorrabrautar varð hlutskarpast í hugmyndasamkeppni um útilistaverk sem menningarmálanefnd Reykjavíkur efndi til árið 2002. Alls bárust 147 tillögur, og þessir pússuðu sænsku granítsteinar urðu hlutskarpastir.

Sæbrautin vaknar

Sæbrautin er ein tveggja stofnleiða úr og í miðbæinn. Rétt fyrir sjö þyngist umferðin inn í bæinn og nær hámarki milli átta og níu, þegar flestir eru á leið í vinnu eða skóla. Atvinnuhlutfall á Íslandi er hæst innan ríkja Evrópu samkvæmt greiningu Eurostat, en 88 % allra á aldrinum 20 til 64 er í vinnu. Atvinnuleysi á Íslandi er nú 3,5%, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Það er það minnsta í heimsálfunni og hefur ekki verið lægra hér síðan í mars 2020 rétt áður en Covid bylgjan skall á okkur, og allri heimsbyggðinni.  

Vitinn á Sæbrautinni var tekin í notkun í júní 2019, og kom í stað vita á Sjómannaskólanum sem var komin í hvarf vegna háhýsanna í Borgartúni. Það voru Yrki arkitektar sem hönnuðu vitann og voru gömlu innsiglingarvitarnir í Reykjavíkurhöfn notaðir sem fyrirmynd.

Reykjavík  22/11/2021 09:33 & 09:43 – A7C : FE 2.5/40mm G
Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0