Sæbrautin er ein tveggja stofnleiða úr og í miðbæinn. Rétt fyrir sjö þyngist umferðin inn í bæinn og nær hámarki milli átta og níu, þegar flestir eru á leið í vinnu eða skóla. Atvinnuhlutfall á Íslandi er hæst innan ríkja Evrópu samkvæmt greiningu Eurostat, en 88 % allra á aldrinum 20 til 64 er í vinnu. Atvinnuleysi á Íslandi er nú 3,5%, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Það er það minnsta í heimsálfunni og hefur ekki verið lægra hér síðan í mars 2020 rétt áður en Covid bylgjan skall á okkur, og allri heimsbyggðinni.
Reykjavík 22/11/2021 09:33 & 09:43 – A7C : FE 2.5/40mm G
Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson