Aðalbygging Háskóla Íslands eftir Guðjón Samúelsson var vígð þann 17. júní 1940. Hornsteinn var lagður að byggingunni þann 1. desember 1936.

Saga Sæmundar

Fyrir framan aðalbyggingu Háskóla Íslands, stendur verkið Sæmundur á selnum, höggmynd sem var upphaflega gerð árið 1926 af Ásmundi Sveinssyni höggmyndara. Verkið sýnir Sæmund fróða Sigfússon (1056-1133) prest á Odda á Rangárvöllum klekkja á skrattanum, eftir að hafa komið ríðandi á baki kölska í selslíki frá Svartaskóla í París og alla leið heim til Íslands. Átti Sæmundur í kapphlaupi við tvo aðra skólabræður að fá kirkjujörðina og stórbýlið Odda sem brauð. Fyrstur kemur fyrstur fær. Sæmundur var talinn einn lærðasti maður síns tíma, hann skrifaði mikið sögulegt efni, meðal annars um Noregskonunga, en rit hans eru öll glötuð. Var Sæmundur hvatningamaður Ara fróða að rita Íslendingabók, og bar Ari bókina undir Sæmund þegar hann hafði lokið ritun sögunnar. Vegna lærdóms Sæmundar fór orð af honum að hann væri göldróttur, og hefði snúið á kölska margoft.

Reykjavík 06/01/2022  10:38 –  A7R III : FE 1.4/24mm GM
Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0