Iðavöllur – Arnar Ásgeirsson og Dodda Maggý

Leiðsögn listamanna: Iðavöllur – Arnar Ásgeirsson og Dodda Maggý
Fimmtudag 14. október kl. 20.00 í Hafnarhúsi

Leiðsögn með listamönnunum Arnari Ásgeirssyni og Doddu Maggýju um verk þeirra á sýningunni Iðavöllur: Íslensk myndlist á 21. öld í Hafnarhúsi.

Athugið að skráning er nauðsynleg HÉR

Yfirskrift sýningarinnar er Iðavöllur. Titillinn er fengið að láni úr Völuspá og kemur þar tvisvar við sögu. Iðavöllur er staðurinn þar sem æsir hittast við frumsköpun heimsins og koma síðan aftur saman á eftir Ragnarök til þess að skapa nýja heimsmynd. Hafnarhúsið tekur á sig hlutverk slíks Iðavallar sem vettvangur skapandi listamanna í hringiðu umbreytinga við upphaf nýrrar þúsaldar. Þema sýningarinnar er þannig hinn skapandi og umbreytandi kraftur sem býr í vinnu listamanna og hún endurspeglar fjölbreytt viðfangsefni á tímum jafnt tæknilegra sem félagslegra umbreytinga.

Arnar Ásgeirsson (f. 1982) lauk BA gráðu í myndlist frá Gerrit Rietveld Academy og útskrifaðist með MA gráðu frá Sandberg Institute, Amsterdam árið 2012. Á meðal nýrra verka eftir Arnar er útilistaverkið Ör, 2021 sem gert var í samstarfi við Listasafn Reykjavíkur og Reykjavíkurborg, Cozy Catastrophe, Haus1, Berlín, 2019, bókin Transmutants & Emotional Curves, 2019 og sýningin Happy People – A smoke lounge eftir Arnar Ásgeirsson, Nýlistasafnið, 2017. Arnar er auk þess á meðal stofnenda listamannarekna rýmisins Open.

Dodda Maggý (f. 1981) er með tvær BA gráður frá Listaháskóla Íslands, annars vegar í myndlist og hins vegar í tónsmíðum og með MA gráðu í myndlist frá Konunglega listaháskólanum í Kaupmannahöfn . Verk hennar hafa verið sýnd víða, meðal annars í alþjóðlegum söfnum, galleríum og listamessum. Meðal sýningarstaða má nefna Listasafn Íslands, Listasafn Reykjavíkur, Yale háskóla, Bandaríkjunum og Contemporary Art Society, London. Árið 2017 fékk hún viðurkenningu frá ARoS, Listasafninu í Árósum, sem setti upp sýningu á verkum hennar sama ár. Dodda Maggý hlaut styrk úr Listasjóði Guðmundu S. Kristinsdóttur árið 2018.

Nýr inngangur í Hafnarhús! Gengið inn um bakdyrnar um portið – frá Naustum (milli Hafnarhúss og Tollhúss).

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.

RELATED LOCAL SERVICES