Ásmundarsafn býður fjölskyldum að njóta jólastemningar og föndra fallegt jólaskraut úr ýmsum efnivið. Sköpunargleðinni er gefinn laus taumur og boðið er upp á smiðju með frjálsri aðferð undir leiðsögn myndlistarkennara.
Börnin mega svo hengja skrautið sitt upp í trjánum hans Ásmundar og hjálpa í leið safninu við að setja garðinn í jólabúning.
Allt efni er tiltækt á staðnum og léttar veitingar í boði. Miði á safnið gildir en frítt er fyrir börn og árskorts- og menningarkortshafa.
Umsjónamaður smiðju er Ariana Katrín Katrínardóttir.