Sigur Sigurðar

Málverk eru tvívíð, en norðlendingurinn, öxfirðingurinn, Sigurður Árni ættaður frá Gilhaga, sýnir í Ásmundarsal, á sýningunni LITAREK / ADRIFT IN COLOUR, verk sem eru næstum þrívíð. Hann er eða leika á okkur, leika sér á strigann, spegla og blekkja myndflötinn. Eins er hann með spegla, speglar rýmið, verkin og okkur í hring. Sigurður Árni nam myndlist í París, hefur á síðustu þrjátíu og fimm árum, síðan hann útskrifast frá Institut des Hautes Études en Art Plastiques, verið einn af okkar sterkustu listamönnum. Með sterka sýn, enda finnur þú Sigurð Árna á öllu helstu listasöfnum landsins, og jafnvel á Pompidou safninu í Parísarborg, langt norðan við Melrakkasléttuna. 

LITAREK / ADRIFT IN COLOUR, Ásmundarsal
LITAREK / ADRIFT IN COLOUR, Ásmundarsal
LITAREK / ADRIFT IN COLOUR, Ásmundarsal
LITAREK / ADRIFT IN COLOUR, Ásmundarsal
LITAREK / ADRIFT IN COLOUR, Ásmundarsal
Sigurður Árni
Sigurður Árni

Reykjavík 09/05/2025 – A7C: FE 1.2/50mm GM / FE 1.8/20mm GM
Myndatextar :